Með lag í hjarta
við syngjum endalaust
Trúbador/veislustjórn
Sérhæfi mig í íslenskum lögum
Veldu tilefnið!
-

Afmæli, Starfsmannagleði, Útskriftir og Aðrir Gleðifundir
Allt frá 30-90mín. mæti með gítarinn, græjurnar og öll þau lög sem þú elskar að syngja með.
-

Veislustjórn / Partýstjóri
Hvort sem það er brúðkaup, árshátíðir eða vinnustaðadjamm framundan þá mæti ég með mikið fjör, skrípaleiki og spilerí.
-

Skemmtiatriði, Fjöldasöngur, Athafnir, Undirspil, Gæsa/steggjapartý
3-6 lög við hvaða tilefni sem er. Stýri hópsöng með textum sem og tónlistaratriði í athöfnum.
-

Árstíðarbundin Tilefni
Jólahlaðborð, þorrablót, ættarmót, brekkusöngur
Afmæli, Starfsmannagleði, Útskriftir og aðrir Gleðifundir
AFMÆLI
Gerðu afmælið þitt eftirminnilegt með lifandi tónlist. Hægt er að óska eftir sérstökum lagalista líkt og 90´s þema, rokk eða sveitaballaþema. Mæti og ber mig fram eftir óskum.
STARFSMANNAGLEÐI
Fátt kemur fólki betur saman en tónlist og hefur það reynst ákaflega vel að vera með lifandi tónlist í hvers konar uppákomum þegar kemur að fyrirtækjum
ÚTSKRIFTIR
Tímamót líkt og útskriftir kalla á fögnuð og með lifandi tónlist nær það hærri hæðum. Hér er stúdentinn stjarna kvöldsins og fær sínar séróskir um lagaval uppfylltar
AÐRIR GLEÐIFUNDIR
Hvað sem svo tilefnið er. Innflutningspartý, gæsun, steggjun, bjórkvöld eða hvers konar mannfögnuð mun lifandi tónlist töfra upp teitið.
Veislustjórn
Partýstjóri
Veislustjórn
Brúðkaup
Ég sé til þess að allt gangi eins og í sögu þegar kemur að brúðkaupsveislunni. Mun eiga góða og ítarlega fundi við brúðhjón fyrir veisluna og sjá til þess að öllum væntingum og óskum séu fylgt eftir.
Í veislunni sjálfri stýri ég svo gleðinni af faglegum og fáguðum sið. Held utan um öll tæknileg mál, sé til þess að matur og vín séu borin fram á tilsettum tíma og að ræður og heillaróskir berist fram á skilvirkan hátt.
Einnig býð ég upp á undirspil af tilheyrandi lögum yfir borðhald, ásamt hinum hefðbundnu brúðkaupsleikjum og sprelli. Gríp svo í gítarinn eftir að dagskrá lýkur og skelli í alvöru trúbba-ball. Allt eftir óskum brúðhjóna.
Árshátíðir
Sem veislustjóri árshátíða sé ég um að hátíðahöldin gangi smurt fyrir sig. Gæti að borðhald standist tímaskrá, held utan um ræðuhöld ásamt að skella í skemmtilega leiki og grípa í gítarinn í hópsöng svo eitthvað sé nefnt.
Partýstjóri
Hvort sem um ræðir vinahitting, vinnustaðadjamm eða hvers konar mannfögnuð mæti ég með ýmsa leiki og þrautir. Hópnum er skipt í lið og keppast þau á milli að safna stigum í partýleikjum, pub-quiz, þrautabrautum og glensi. Þetta er tilvalið hópefli til þess að pússa fólk saman í gleði og skrípaleik. Svo dreg ég gítarinn að vopni og við syngjum okkur inní nóttina.
Skemmtiatriði, Fjöldasöngur, Athafnir, Undirspil. Gæsa/ steggjapartý
Skemmtiatriði
Hentar vel í hvaða mannfögnuð sem er. Ég mæti með gítarinn og tek vel valin lög ásamt glensi og gríni. Get einnig boðið uppá stutta partýleiki sem kemur fólki saman á skemmtilegan hátt.
Fjöldasöngur
Stýri fjöldasöng við öll tækifæri. Mæti með gítarinn og græjur ásamt söngbókum á stafrænu formi sem er hægt að sækja í snjallsímann. Einnig er hægt að birta texta á skjávarpa.
Athafnir
Hvort sem um ræðir um giftingar, fermingar, nafnaveislur eða hvers kyns athafnir gerir lifandi tónlist stundina þeim mun eftirminnilegri. Hér er hægt að óska eftir sérvöldum lögum.
Undirspil
Ef þú ert söngvari og langar að flytja lag með undirspili býð ég upp á það. Teknar verða æfingar og rennsli áður en það verður flutt.
Gæsa/steggjaparý
Mæti með læti og spila uppáhalds lögin ykkar. Svo auðvitað verður gæsin/steggurinn að taka lagið með mér!
Árstíðarbundin Tilefni
Jólahlaðborð
Spila undir borðhaldi öll uppáhaldsjólalögin til ná upp hátíðarskapi yfir matnum. Einnig býð ég upp á alvöru trúbba-jólaball eða spila undir jólatrésskemmtun.
Þorrablót
Hér fá gömlu lögin og vísnasögur að ráða ferðinni í bland við vel þekkta íslenska slagara sem renna vel niður með hákarli og brennivíni.
Ættarmót
Hvort sem óskað er eftir að stjórna fjöldasöng, vera með glens og grín, sem skemmtiatriði eða bara trúbba-ball fram á rauða nótt mæti ég með fjörið og öll skemmtilegu lögin.
Brekkusöngur
Ekkert er jafnt íslenskt eins og að kúra í lyngi yfir varðeldi og syngja íslensk dægurlög. Ég mæti með gítarinn og spila öll lögin sem við elskum að syngja. Er með rafhlöðudrifnar hátalaragræjur ásamt söngbókum á rafrænu formi sem fer beint í snjalltækið, svo okkur er ekkert að vanbúnaði. Eigum saman sælustund á sumarkvöldi.